Málþing um mansal – ábyrgð og framtíðarsýn samfélags og stjórnvalda
Málþing um mansal verður haldið í Iðnó á morgun, föstudaginn 20. maí, á vegum innanríkisráðuneytisins og utanríkisráðuneytisins í samvinnu við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu. Málþingið stendur yfir frá kl. 9 til 12 og er öllum opið.
Varpað verður ljósi á það samfélagsmein sem mansal er og staðan hér á landi skoðuð í alþjóðlegu samhengi. Rætt verður um aðgerðir stjórnvalda á þessu sviði og hvernig samfélag og fyrirtæki geta tekið virkan þátt í að koma í veg fyrir mansal.