Skrifað undir samning um árangursstjórnun við sýslumannsembættið á Vesturlandi
Ólöf Nordal innanríkisráðherra og Ólafur K. Ólafsson, sýslumaður á Vesturlandi, skrifuðu í dag undir árangursstjórnunarsamning ráðuneytisins og sýslumannsembættisins.
Í samningnum er kveðið á um gagnkvæmar skyldur samningsaðila um að lögbundin verkefni embættisins séu unnin á faglegan og hagkvæman hátt. Einnig skerpir hann á áherslum um stefnumótun, framkvæmd verkefna og áætlunargerð. Samningnum er þannig ætlað að styrkja beitingu árangursstjórnunar sem stýritækis innan sýslumannsembættisins. Samningurinn gildir í fimm ár.
Á næstu vikum og mánuðum verður unnið að gerð sambærilegra samninga við öll sýslumannsembætti landsins.
Undirritun samnings.