Hoppa yfir valmynd
19. maí 2016 Utanríkisráðuneytið

Svartfjallaland verður 29. aðildarríki Atlantshafsbandalagsins

Lilja undirritar. - mynd

Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra undirritaði í dag ásamt öðrum utanríkisráðherrum aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins, viðauka við stofnsáttmála þess vegna inngöngu Svartfjallalands.

„Þetta er stór stund og ánægjuleg. Ísland var fyrsta ríkið til að viðurkenna sjálfstæði Svartfjallalands árið 2006 og undirritun aðildarsamnings í dag er ekki aðeins mikilvægur áfangi fyrir Svartfjallaland, heldur einnig fyrir Atlantshafsbandalagið og sameiginlegt öryggi okkar í Evrópu”, sagði Lilja eftir undirritunina. Svartfjallaland verður 29. aðildarríki bandalagsins.

Svartfjallaland tekur nú sæti á fundum Atlantshafsbandalagsins sem verðandi bandalagsríki þar til öll aðildarríki hafa fullgilt samninginn og er undirbúningur þinglegrar meðferðar vegna fullgildingarinnar þegar hafinn hérlendis.

Utanríkisráðherrafundur Atlantshafsbandalagsins hófst í dag í Brussel og stendur fram á föstudag. Á dagskrá fundarins verða viðbrögð við óstöðugleika til suðurs, samskipti við Rússland, framhald verkefnisins í Afganistan og hagnýtt samstarf við Evrópusambandið, Svíþjóð og Finnland á völdum sviðum öryggismála.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta