Þing Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar hófst í Genf í dag
Árlegt þing Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO), hið 69. frá upphafi, hófst í Genf í Sviss í dag. Um 3000 fulltrúar frá öllum aðildarríkjunum sækja þingið sem stendur til 28. maí. Unnt er að fylgjast með þinginu í beinni útsendingu á vef WHO.
WHO starfar innan Sameinuðu þjóðanna og annast samhæfingu aðildarríkjanna á sviði heilbrigðismála. Markmiðið er að stuðla að bættu heilbrigði þjóða, m.a. með markvissri stefnumótun, eflingu þekkingar, heilbrigðisvöktun og viðbrögðum við heilbrigðisógnum af ýmsu tagi.