Starfshópur um vindorkuver skipaður
Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur skipað starfshóp sem fara mun yfir regluverk varðandi starfsemi vindorkuvera og framkvæmdir vegna þeirra. Greining starfshópsins mun einnig ná til löggjafar á málefnasviði atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins er varðar leyfisútgáfu og eftirlit með starfsemi vindorkuvera.
Áhugi fyrir starfsemi vindorkuvera hefur aukist verulega á síðustu árum og er hópnum ætlað að kanna hvort umfjöllun um þau sé nægileg í íslenskum lögum. Í starfshópnum sitja:
- Steinunn Fjóla Sigurðardóttir, formaður, umhverfis- og auðlindaráðuneyti,
- Herdís Helga Schopka, sérfræðingur, umhverfis- og auðlindaráðuneyti,
- Ottó Björgvin Óskarsson, lögfræðingur, tilnefndur af Skipulagsstofnun,
- Sveinn Þorgrímsson, sérfræðingur, tilnefndur af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti,
- Agnar Bragi Bragason, lögfræðingur, tilnefndur af Umhverfisstofnun,
- Margrét Arnardóttir, verkefnastjóri, tilnefnd af Samorku,
- Vigdís Ósk Häsler Sveinsdóttir, lögfræðingur, tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitarfélaga,
- Jóhann Ólafsson, sviðsstjóri, tilnefndur af Mannvirkjastofnun,
- Laufey Hannesdóttir, verkfræðingur, tilnefnd af frjálsum félagasamtökum.
Starfshópnum er ætlað að skila greinargerð til ráðuneytisins um þau atriði sem starfshópurinn telur að þarfnist breytinga í viðkomandi lögum og reglugerðum eigi síðar en 1. september 2016.