Hoppa yfir valmynd
1. júní 2016 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

34. fundur aðgerðahóps um launajafnrétti

  • Fundarheiti og nr. fundar:  34. fundur aðgerðahóps um launajafnrétti.
  • Staður og stund: Velferðarráðuneytið, 1. júní 2016. Kl. 14.00–16.00.
  • Málsnúmer: VEL15050483.
  • Mætt: Anna Kolbrún Árnadóttir formaður (AKÁ, Svf), Guðný Einarsdóttir (GE, FJR), Berglind Eva Ólafsdóttir (BEÓ, SÍS) Hafdís Dögg Guðmundsdóttir (HDG, KÍ), Hannes G. Sigurðsson (HGS, SA), Jóna Pálsdóttir (JP, MMR), Maríanna Traustadóttir (MT, ASÍ), Georg Brynjarsson (GB, BHM) og Sonja Ýr Þorbergsdóttir (SÝÞ, BSRB og Rósa G. Erlingsdóttir (RGE, VEL), starfsmaður aðgerðahóps.
  • Fundarritari: Rósa G. Erlingsdóttir.


34. fundur
1. júní 2016, kl. 14.00–16.00

Dagskrá                                           

1.    Fundargerð síðasta fundar.

Samþykkt án athugasemda.

2.    Tilraunaverkefni um innleiðingu jafnlaunastaðals

a.    Staða verkefnis.

GE gerði grein fyrir stöðu tilraunaverkefnis um innleiðingu jafnlaunastaðalsins. Ráðgert er að ljúka tilraunaverkefninu með formlegum hætti í haust með því að þau fyrirtæki og stofnanir sem hlotið hafi faggilda vottun fái afhent jafnlaunamerkið. Unnið er að því í samvinnu við UN Women og fastanefnd Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum í New York að góðgerðarsendiherra UN Women afhendi jafnlaunamerkið. Við sama tækifæri opnar félags- og húsnæðismálaráðherra upplýsingasíðu á netinu um jafnlaunastaðalinn og jafnlaunavottun. Beiðni um leyfi til að nota launagreiningartækið Logib hefur verið send svissneskum yfirvöldum. 

Fengist hefur fjármagn til þýðingar staðalsins á ensku og verður Staðlaráði falin sú vinna.

b.    Fundir ráðherra með forystufólki vinnumarkaðar

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra boðaði forystufólk atvinnulífsins til fundar um jafnlaunamál.  Forysta verkalýðshreyfingarinnar verður boðuð á fund í haust. Á fundunum vill hún ræða um áframhaldandi samvinnu stjórnvalda og forystu atvinnulífsins um næstu skref á sviði jafnlaunamála og framhald á innleiðingu jafnlaunastaðalsins. 

3.     Framtíðarstefna í jafnlaunamálum. Tillögur aðgerðahóps til stjórnvalda.

Hafin er vinna við gerð tillagna um framtíðarstefnu í jafnlaunamálum. Gert er ráð fyrir að tillögurnar verði lagðar fram til umræðu á fundi aðgerðahópsins á haustmánuðum. Tillögurnar byggist á niðurstöðum rannsóknaverkefna aðgerðahópsins og þeirra tillagna sem fram komu á vinnudögum hópsins.

Fleira var ekki rætt.
RGE

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta