Hoppa yfir valmynd
14. júní 2016 Forsætisráðuneytið

Ríkisstjórnin styrkir verkefni í tengslum við lítil eyþróunarríki

Ríkisstjórn Íslands ákvað á fundi sínum í morgun, að tillögu forsætisráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og utanríkisráðherra, að veita 10. milljónum kr. af ráðstöfunarfé ríkistjórnarinnar til Sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna sem varið verði til verkefna í tengslum við lítil eyþróunarríki (Small Islands Developing States).

„Megin tilgangur þessa framtaks er að undirstrika mikilvægi hafsins fyrir afkomu þjóða en jafnframt er tækifærið notað til þess að hvetja til aukins fjármagns og nýrra verkefna í tengslum við verndun hafsins. Við Íslendingar höfum stutt þetta framtak enda ljóst að fáar þjóðir eiga eins mikið undir lífríki hafsins,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra.

Þess er vænst að verkefni Sjávarútvegsskólans, sem tengist þessu vilyrði, geti hafist í júlí.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta