Tvö íslensk smáforrit tilnefnd til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs
Tvö íslensk smáforrit eru tilnefnd til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs í ár. Annars vegar er um að ræða smáforritið e1 sem tengir saman rafbílaeigendur og eigendur hleðslustöðva og hins vegar Strætó-appið, en með því geta farþegar keypt farmiða í strætó og fylgst með ferðum hans.
Þema umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs í ár er stafræn nýsköpun sem ýtir undir sjálfbæran lífsstíl. Verðlaunin verða veitt norrænu fyrirtæki, samtökum eða einstaklingi ýtir undir sjálfbæran lífsstíl með skapandi stafrænum lausnum.
Auk íslensku smáforritana voru þrjú verkefni frá Danmörku tilnefnd til verðlaunanna, tvö frá Finnlandi, eitt frá Svíþjóð og eitt frá Svíþjóð og Noregi sameiginlega.
Verðlaunaféð er 350.000 danskar krónur en verðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn í Kaupmannahöfn þann 1. nóvember næstkomandi.