Hoppa yfir valmynd
17. júní 2016 Utanríkisráðuneytið

Yfir 70 erlendir sendiherrar tóku þátt í 17. júní hátíðarhöldum

Sendiherrar á 17. júní - mynd

Alls tóku 72 sendiherrar erlendra ríkja þátt í 17. júní hátíðahöldunum að þessu sinni í Reykjavík. Þátttaka þessara fulltrúa erlendra ríkja er löngu orðin órjúfanlegur hluti hátíðahaldanna og er mikilvægur þáttur í að styrkja tengsl Íslands við ríki nær og fjær. Auk þess að vera viðstaddir athöfn á Austurvelli í morgun, hittu sendiherrarnir Forseta Íslands, Hr. Ólaf Ragnar Grímsson, og Lilju Alfreðsdóttur utanríkisráðherra. 

Meirihluti sendiherra erlendra ríkja gagnvart Íslandi hefur aðsetur annars staðar en hér á landi; á hinum Norðurlöndunum og í Bretlandi, en aðrir koma enn lengra að. Koma þeirra í tengslum við þjóðhátíðardaginn er því gott tækifæri til að ræða við sendiherranna og efla samskiptin. 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta