Hoppa yfir valmynd
23. júní 2016 Utanríkisráðuneytið

Ráðherra ræðir efnahagsmál og Brexit hjá OECD

Lilja Alfreðsdóttir og Mari Kiviniemi hjá OECD - mynd

Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra heimsótti í morgun Efnahags- og framfarastofnunina, OECD, í París og átti fund með aðstoðarframkvæmdastjóranum, Mari Kiviniemi. Þær ræddu greiningu stofnunarinnar á afleiðingum mögulegrar útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, Brexit, sem greidd eru atkvæði um í dag, og fóru yfir stöðu og horfur í efnahagsmálum á Íslandi.

„Samstarf íslenskra stjórnvalda og OECD er mjög mikilvægt þar sem stofnunin býr yfir gríðarlegri sérþekkingu á svið efnahagsmála. Greiningar þeirra skipta okkur miklu í hagstjórn og áætlanagerð,“ segir Lilja. Hún upplýsti aðstoðarframkvæmdastjórann um efnahagsaðgerðir íslenskra stjórnvalda, m.a. við afléttingu hafta og þær ræddu efnahagshorfur og áskoranir sem fram undan eru.

Stefnumál OECD eru að ná sem mestum og varanlegustum hagvexti og sem hæstu atvinnustigi í aðildarríkjunum og stuðla að auknum lífsgæðum. Þátttaka Íslands nær til um 200 ólíkra efnisþátta innan stofnunarinnar, þar á meðal við greiningu á stöðu efnahagsmála á Íslandi en einnig á sviði verslunar, sjávarútvegs, vísinda og tækni, stjórnsýslu, landbúnaðar, umhverfismála og samgangna.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta