Hoppa yfir valmynd
29. júní 2016 Utanríkisráðuneytið

Samúðarkveðja til Tyrkja vegna árásar í Istanbúl

Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra sendi í dag samúðarkveðju til Mevlut Cavusoglu, utanríkisráðherra Tyrklands, vegna  hryðjuverkaárásarinnar á flugvöllinn í Istanbúl í gærkvöldi, en hún kostaði yfir fjörtíu manns lífið.

Fordæmdi ráðherra hryðjuverkið sem hún sagði vera grimmilega og svívirðilega árás á saklausa borgara og þau grunngildi sem siðmenntuð samfélög byggðu á. 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta