Breytingar á starfsstöðvum í utanríkisþjónustunni
Starfsfólk utanríkisþjónustunnar er flest flutningsskylt. Með reglulegu millibili flyst það á milli starfsstöðva erlendis og ráðuneytisins. Hinn 1. ágúst verða eftirtaldar breytingar á starfsstöðvum sendiherra og aðalræðismanna í samræmi við þessa reglu:
Berglind Ásgeirsdóttir, sendiherra í París, verður sendiherra í Moskvu.
Albert Jónsson, sendiherra í Moskvu, kemur til starfa í ráðuneytinu.
Kristján Andri Stefánsson, skrifstofustjóri í ráðuneytinu, verður sendiherra í París.
Gréta Gunnarsdóttir, sendiherra í ráðuneytinu, verður sendiherra í Vín.Auðunn Atlason, sendiherra í Vín, kemur til starfa í ráðuneytinu.
Gunnar Snorri Gunnarsson, sendiherra í Berlín, kemur til starfa í ráðuneytinu.
Martin Eyjólfsson, fastafulltrúi í Genf, verður sendiherra í Berlín.
Högni S. Kristjánsson, skrifstofustjóri í ráðuneytinu, verður fastafulltrúi í Genf.
Þá lét Hjálmar W. Hannesson sendiherra af störfum sem aðalræðismaður í Winnipeg 1. maí sl. og lét jafnframt af störfum í utanríkisþjónustunni.
Þórður Bjarni Guðjónsson, aðalræðismaður í Þórshöfn, varð aðalræðismaður í Winnipeg, 15. maí sl.
Pétur G. Thorsteinsson, sendifulltrúi, hóf störf sem aðalræðismaður í Þórshöfn 15. maí sl.