Samúðarkveðja send til utanríkisráðherra Frakklands
Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra sendi í dag
samúðarkveðju til Jean-Marc Ayrault, utanríkisráðherra Frakklands, vegna hinnar
mannskæðu árásar í Nice í gærkvöldi.
"Það var skelfilegt að fá fregnir af fjölda óbreyttra borgara sem lét lífið
við hátíðarhöld á þjóðhátíðardegi Frakklands í Nice í gær. Þessi hryllilegu
voðaverk beindust að frönsku þjóðinni og á sama tíma einnig að þeim gildum sem
við öll höldum í heiðri - frelsi, jafnrétti og bræðralagi.
Ég færi þér og frönsku þjóðinni mínar innilegustu
samúðarkveðjur. Við hugsum til og biðjum fyrir þeim sem um sárt eiga að
binda," segir Lilja í samúðarkveðjunni.