Hoppa yfir valmynd
16. júlí 2016 Utanríkisráðuneytið

Ferðaviðvörun til Tyrklands áfram í gildi

Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins hefur fylgst grannt með gangi mála í Tyrklandi í nótt og það sem af er degi. Ljóst er að nokkur fjöldi Íslendinga er í landinu, langflestir á sumarleyfissvæði við suðurströndina. Við erum í góðu sambandi við ræðismenn okkar í Tyrklandi og höfum talað við fjölda Íslendinga á svæðinu.

Á samráðsfundi Norðurlandanna um borgaraþjónustu í morgun var ákveðið að vara áfram við ónauðsynlegum ferðum til Tyrklands. Við leiðbeinum fólki áfram að gæta ítrustu varúðar og fylgjast vel með ástandi mála. Annar samráðsfundur verður haldinn í fyrramálið og verða ferðaviðvaranir uppfærðar eftir því sem við á. 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta