Hoppa yfir valmynd
21. júlí 2016 Utanríkisráðuneytið

Vegna stöðu mála í Tyrklandi

Tyrknesk stjórnvöld lýstu í gær yfir þriggja mánaða neyðarástandi í landinu í kjölfar valdaránstilraunarinnar síðastliðinn föstudag. Eftir reglulegt samráð borgaraþjónustu Norðurlandanna vill utanríkisráðuneytið brýna fyrir íslenskum ferðamönnum sem hyggja á för til Tyrklands og þeim Íslendingum sem eru í landinu að gæta áfram fyllstu varúðar á meðan á dvöl þeirra stendur. Þá brýnir borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins fyrir Íslendingum í Tyrklandi að vera ávallt með vegabréf eða önnur persónuskilríki meðferðis og fylgja þeim leiðbeiningum sem eru í gildi.

Við minnum á að unnt er að ná í borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins allan sólarhringinn í síma 5459900.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta