Hoppa yfir valmynd
12. ágúst 2016 Innviðaráðuneytið

Samráð um endurskoðun á tilskipun um losun úrgangs í hafið

Þann 13. júlí síðastliðinn hófst á vegum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins opið samráð um endurskoðun á tilskipun 2000/59/EB um aðstöðu í höfnum til að taka á móti úrgangi og farmleifum úr skipum. Samráðið stendur til 16. október næstkomandi.

Helsta markmiðið með tilskipuninni frá árinu 2000 var að draga úr losun úrgangs í hafið frá skipum sem sigla til hafna í ríkjum Evrópusambandsins. Hún er byggð á kröfum sem samþykktar hafa verið á alþjóðavettvangi. Þrátt fyrir að tilskipunin hafi reynst vel hefur komið í ljós í nýlegri úttekt á vegum framkvæmdastjórnarinnar að hægt er að gera enn betur á þessu sviði. Í því skyni var ákveðið að efna til opins samráðs um breytingar á tilskipuninni.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta