Hoppa yfir valmynd
31. ágúst 2016 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

34. fundur aðgerðahóps um launajafnrétti

  •  Fundarheiti og nr. fundar:  35. fundur aðgerðahóps um launajafnrétti.
  • Staður og stund: Velferðarráðuneytið, 31. ágúst 2016. Kl. 14.30–16.15.
  • Málsnúmer: VEL15050483.
  • Mætt: Anna Kolbrún Árnadóttir formaður (AKÁ, Svf), Guðný Einarsdóttir (GE, FJR), Berglind Eva Ólafsdóttir (BEÓ, SÍS) Hafdís Dögg Guðmundsdóttir (HDG, KÍ), Jóna Pálsdóttir (JP, MMR), Maríanna Traustadóttir (MT, ASÍ), og Rósa G. Erlingsdóttir (RGE, VEL), starfsmaður aðgerðahóps.
  • Forföll boðuðu: Hannes G. Sigurðsson (HGS, SA), Georg Brynjarsson (GB, BHM) og Sonja Ýr Þorbergsdóttir (SÝÞ, BSRB). Fundarritari: Rósa G. Erlingsdóttir.

35. fundur
31. ágúst 2016, kl. 14.00–16.00

Dagskrá                                           

1.    Fundargerð síðasta fundar.

Samþykkt án athugasemda.

2.    Tillögur og greinargerð aðgerðahóps um framtíðarstefnu í jafnlaunamálum – fyrstu drög lögð fram til umræðu

Rætt var um uppsetningu tillögugerðar og fyrirkomulag vinnu við greinargerð. Fram kom að mikilvægt væri að tilgreina fjárlagaramma og ábyrgðaraðila verkefna. Stefnt er að því að afhenda félags- og húsnæðismálaráðherra tillögur hópsins á málfundi um jafnlaunamál 24. október næstkomandi. Samþykkt að fulltrúar í aðgerðahópi sendi starfsmanni aðgerðahópsins athugasemdir innan fárra daga. Ný drög verða send hópnum í aðdraganda næsta fundar.

3.    Verkefnaáætlun haust 2016

Umræðu frestar til næsta fundar.

4.    Tilraunaverkefni um innleiðingu jafnlaunastaðals

a.    Staða verkefnis

GE gerði grein fyrir stöðu tilraunaverkefnis um innleiðingu jafnlaunastaðalsins. Ráðgert er að ljúka tilraunaverkefninu með formlegum hætti í haust með því að þau fyrirtæki og stofnanir sem hlotið hafi faggilta vottun fái afhent jafnlaunamerkið. Samþykkt var að GE leitaði tilboða hjá hönnuði jafnlaunamerkis um grip sem afhenda mætti atvinnurekendum við sama tækifæri.

b.    Hugbúnaður fyrir innleiðingu jafnlaunastaðals – kynning á Launaráði, Gyða B. Sigurðardóttir

Gyða B. Sigurðardóttir kynnti hugbúnaðinn Launaráð sem er hugbúnaðarlausn til að auðvelda atvinnurekendum verkferla við innleiðingu jafnlaunastaðalsins.

5.    Kynbundið námsval – boð um þátttöku í verkefninu stelpur og tækni
Umræðu frestað til næsta fundar.

Fleira var ekki rætt.
RGE

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta