Hoppa yfir valmynd
9. september 2016 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Sýningin „Saman gegn sóun“ opnuð í Perlunni

Ráðherra opnaði sýninguna "Saman gegn sóun" í dag. - mynd

Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra opnaði sýninguna „Saman gegn sóun“ í Perlunni í dag. Á sýningunni kynna fyrirtæki og opinberir aðilar nýjar leiðir í umhverfismálum á fjölbreyttan hátt.

Það eru Umhverfisstofnun og Fagráð um endurnýtingu og úrgang (FENÚR) sem standa fyrir sýningunni þar sem m.a. er hægt að taka þátt í ratleik, læra allt um flokkun, gramsa í gefins bókum, skoða trjátætara, ruslabíla svo fátt eitt sé nefnt.

Ráðherra sagði m.a. að ákveðna hugarfarsbreytingu þyrfti til að sporna við sóun. „Þar geta allir lagt sitt af mörkum því það er okkar allra að gera breytingar. Með því að draga úr sóun í okkar neyslu förum við betur með auðlindir jarðar sem er lykilatriði þegar kemur að loftslagsmálum sem og öðrum umhverfismálum. Slíkt er nauðsynlegt, eins og endurspeglast í Parísarsamkomulaginu sem Alþingi hefur núna til umfjöllunar og stefnt er að því að fullgilda á næstu dögum.“

Aðgangur að sýningunni er ókeypis, en hún er haldin í framhaldi af samnefndri ráðstefnu um hringrásarhagkerfið og úrgangsforvarnir. Sýningin verður opin til kl. 18 í dag og frá kl. 12 – 17:30 á morgun, laugardag.

Afmælisboð fyrr og nú höfðu mismikinn úrgang í för með sér.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta