Hoppa yfir valmynd
13. september 2016 Dómsmálaráðuneytið

Alls hafa 384 einstaklingar sótt um vernd á árinu

Alls höfðu 384 einstaklingar sótt um vernd á Íslandi til loka ágústmánaðar en á sama tíma á síðasta ári höfðu 156 umsóknir borist. Það sem af er september hefur umsækjendum ekki fækkað en alls voru þeir orðnir um 60 eftir fyrstu 12 daga mánaðarins eða fimm manns á dag að meðaltali. Þetta kemur fram í tölfræði hjá Útlendingastofnun.

Fram kemur á vef Útlendingastofnunar að húsnæði sem stofnunin hefur yfir að ráða til að taka á móti hælisleitendum er nú fullnýtt og er verið að leita fleiri úrræða í þeim efnum. Í ágústmánuði sóttu 67 einstaklingar um vernd á Íslandi frá 14 ríkjum. Komu alls 25 frá Albaníu og 10 frá Alsír. Alls voru 48% umsækjenda frá löndum á Balkanskaga.

Alls eru nú 410 hælisleitendur í þjónustu hjá Útlendingastofnun og sveitarfélögum, flestir hjá Útlendingastofnun en 96 hjá félagsþjónustu Reykjavíkur, 79 hjá Reykjanesbæ og 16 hjá Hafnarfjarðarbæ.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta