Hoppa yfir valmynd
13. september 2016 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Dagur íslenskrar náttúru nálgast

Dagur íslenskrar náttúru er 16. september

Undirbúningur vegna Dags íslenskrar náttúru, sem haldinn er hátíðlegur 16. september ár hvert, stendur nú sem hæst. Upplýsingar um viðburði, verkefni og uppákomur sem efnt er til í tilefni dagsins má senda á umhverfis- og auðlindaráðuneytið og verða þær þá birtar á heimasíðu dagsins á vef ráðuneytisins.

Þetta er í sjötta sinn sem dagurinn er haldinn hátíðlegur með því að stofnanir, félagasamtök, sveitarfélög, skólar, fyrirtæki og einstaklingar hafa daginn í huga í sinni starfsemi. Að venju efnir umhverfis- og auðlindaráðherra til hátíðarsamkomu þar sem fjölmiðlaverðlaun ráðuneytisins og Náttúruverndarviðurkenning Sigríðar í Brattholti verða afhent. Þeir sem nýta sér samfélagsmiðla í tengslum við daginn eru minntir á myllumerkin #íslensknáttúra og #DÍN, sem stendur fyrir Dag íslenskrar náttúru.

Þema Dags íslenskrar náttúru 2016 að þessu sinni eru vættir sem búa í og vaka yfir náttúrunni okkar. Hugmyndin er að horfa á náttúruna út frá nýju sjónarhorni um leið og vættir eru okkur hvatning til að vaka yfir landinu og vernda það.

Upplýsingar um viðburði má senda á netfangið [email protected]. Verður þeirra þá getið á heimasíðu Dags íslenskrar náttúru á www.uar.is

Vefsvæði Dags íslenskrar náttúru

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta