Reglugerð um gæði eldsneytis í kynningu
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að reglugerð um gæði eldsneytis.
Markmið reglugerðarinnar er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda á vistferli og hugsanlegum skaðlegum áhrifum eldsneytis á heilsu fólks og umhverfi.
Gert er ráð fyrir að reglugerðin gildi um ökutæki og færanlegan vélbúnað til nota utan vega, þ.m.t. skip í siglingum á skipgengum vatnaleiðum þegar þau eru ekki á sjó, dráttarvélar fyrir landbúnað eða skógrækt og skemmtibáta þegar þeir eru ekki á sjó og tækniforskriftir fyrir eldsneyti.
Um er að ræða innleiðingu EES-gerðum er varða gæði bensíns og dísileldsneyti.
Umsögnum um reglugerðardrögin skal skilað fyrir 22. september nk. á netfangið [email protected] eða í bréfpósti, á umhverfis- og auðlindaráðuneytið, Skuggasundi 1, 101 Reykjavík.
Drög að reglugerð um gæði eldsneytis (word skjal)