36. fundur aðgerðahóps um launajafnrétti
Fundarheiti og nr. fundar: 36. fundur aðgerðahóps um launajafnrétti.
Staður og stund: Velferðarráðuneytið, 14. september 2016. Kl. 14.30–16.15.
Málsnúmer: VEL15050483.
Mætt: Anna Kolbrún Árnadóttir formaður (AKÁ, Svf), Guðný Einarsdóttir (GE, FJR), Berglind Eva Ólafsdóttir (BEÓ, SÍS), Hafdís Dögg Guðmundsdóttir (HDG, KÍ), Maríanna Traustadóttir (MT, ASÍ), og Rósa G. Erlingsdóttir (RGE, VEL), starfsmaður aðgerðahóps.
Forföll boðuðu: Hannes G. Sigurðsson (HGS, SA), Georg Brynjarsson (GB, BHM) og Sonja Ýr Þorbergsdóttir (SÝÞ, BSRB). Fundarritari: Rósa G. Erlingsdóttir.
36. fundur
14. september 2016, kl. 14.30–16.15
Dagskrá
1. Fundargerð síðasta fundar
Samþykkt án athugasemda.
2. Tillögur og greinargerð aðgerðahóps um framtíðarstefnu í jafnlaunamálum
Rætt var um framlögð drög að framtíðarstefnu í jafnlaunamálum. Ákveðið var að starfsmaður hópsins sendi drögin til umsagnar til fulltrúa í hópnum fyrir næstu mánaðamót. Einnig var samþykkt að stefna hópsins ásamt greinargerð verði kynnt og afhent ráðherra á opnum fundi aðgerðahópsins 24. október næstkomandi.
3. Verkefnaáætlun haust 2016
Rætt var um drög að verkefnaáætlun. Ráðuneytið mun með formlegum hætti óska eftir að skipunartími aðgerðahópsins verði framlengdur frá desember 2016 til desember 2018 til að tryggja að verkefnum þeim sem tilgreind verða í framtíðarstefnu í jafnlaunamálum verði fylgt eftir í samstarfi stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins.
a. Málþing aðgerðahópsins 24. október 2016
Lögð voru fram fyrstu drög að dagskrá. Samþykkt var að starfsmaður vinni áfram að undirbúningi og útfærslu málþingsins í samstarfi við fulltrúa í aðgerðahópnum.
4. Tilraunaverkefni um innleiðingu jafnlaunastaðals
a. Sæþór Örn kynnti tillögur að verðlaunagrip jafnlaunamerkis
Samkvæmt samþykkt á síðasta fundi hópsins leitaði GE til Sæþórs, sem er hönnuður jafnlaunamerkisins, og óskaði eftir tillögu að verðlaunagrip sem byggðist á jafnlaunamerkinu. Sæþór kom á fundinn og kynnti tillögur sínar fyrir hópnum. GE og RGE verða í sambandi við Sæþór varðandi nánari útfærslur og framleiðslu á merkinu en hugmyndin er að fyrirtæki og stofnanir fái merkið afhent til varðveislu sem grip. GE mun kynna tillögurnar fyrir þátttakendum í tilraunaverkefni um innleiðingu jafnlaunastaðalsins á fundi hópsins 11. október nk.
5. Kynbundið námsval – boð um þátttöku í verkefninu stelpur og tækni
Rætt um verkefnið stelpur og tækni við Háskólann í Reykjavík. Samþykkt að starfsmaður sæki í nafni hópsins um fjármagn í framkvæmdasjóð jafnréttismála til að styrkja verkefni Háskólans í Reykjavík til að ná til fleiri árganga stúlkna í grunnskólum.
Fleira var ekki rætt.
RGE