Hoppa yfir valmynd
26. september 2016 Utanríkisráðuneytið

Skrifað undir rammasamning við UNICEF í New York

Lilja og Anthony Lake. - mynd

Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra og Anthony Lake framkvæmdastjóri Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, formfestu samstarf íslenskra stjórnvalda og UNICEF með undirritun rammasamnings í höfuðstöðvum UNICEF í New York í lok síðustu viku.

UNICEF er ein af fjórum áherslustofnunum Íslendinga í fjölþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands og íslensk stjórnvöld hafa veitt framlög til Barnahjálpar SÞ um árabil, ýmist í formi almennra framlaga, eyrnamerktra framlaga sem renna til fyrirfram skilgreindra verkefna, eða útsendra starfsmanna.

Samkvæmt samningnum nær stuðningurinn bæði til starfsemi UNICEF á sviði þróunarsamvinnu og mannúðaraðstoðar, en samtökin eru öflug á báðum sviðum um heim allan.

Í rammasamningum felst yfirlýsing um stuðning Íslands við stofnunina, en samningurinn veitir enn fremur heildræna umgjörð utan um samstarf Íslands og stofnunarinnar þar sem jafnframt er gerð grein fyrir verklagi um skýrslugjöf, eftirlit og úttektir, svo dæmi séu tekin

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta