Hoppa yfir valmynd
6. október 2016 Utanríkisráðuneytið

Ban Ki-moon til Íslands

Ban Ki-moon

Ban Ki-moon, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, heimsækir  Ísland 8.-9. október næstkomandi. Aðalframkvæmdastjórinn mun funda með Lilju Alfreðsdóttur utanríkisráðherra, forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni, og Sigurði Inga Jóhannssyni forsætisráðherra.

Þá talar Ban á opinni ráðstefnu í Hátíðarsal Háskóla Íslands laugardaginn 8. október sem haldin er í tilefni þess að 30 ár eru liðin frá Höfðafundi Reagan og Gorbachev. Gert er ráð fyrir aðalframkvæmdastjórinn tali um kl. 16:45 en ráðstefnan stendur frá 15:00 – 18:00 og er öllum opin á meðan húsrúm leyfir. 

Ban mun einnig ávarpa Hringborð Norðurslóða í Hörpu sama dag, 8. október.  

Aðalframkvæmdastjóri SÞ sótti Ísland síðast heim í júlí 2013.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta