Greiðsluafkoma ríkissjóðs janúar-ágúst 2016
Greiðsluuppgjör ríkissjóðs fyrir janúar - ágúst 2016 liggur nú fyrir og gefur upplýsingar um afkomu ríkissjóðs á grundvelli innheimtra tekna og greiddra gjalda. Handbært fé frá rekstri batnaði verulega á milli ára og var jákvætt um 56,3 ma.kr. samanborið við neikvætt handbært fé upp á 24,9 ma.kr. 2015. Þetta skýrist að stærstum hluta með tekjum af stöðuleikaframlögum á árinu 2016 sem námu 68 ma.kr á tímabilinu. Handbært fé lækkar um 54 ma.kr. samanborið við lækkun um 107,7 ma.kr. á árinu 2015, afborganir lána á tímabilinu námu 126,7 ma.kr.