Hoppa yfir valmynd
18. október 2016 Utanríkisráðuneytið

Utanríkisráðherra skipar nýja stjórn Íslandsstofu

Stjórn Íslandsstofu. - mynd

Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra hefur skipað nýja stjórn Íslandsstofu til þriggja ára. Fjórir stjórnarmenn eru skipaðir eftir tilnefningu Samtaka atvinnulífsins, einn eftir tilnefningu iðnaðarráðherra, einn eftir tilnefningu mennta- og menningarmálaráðherra og einn án tilnefningar, alls sjö manns. Utanríkisráðherra skipar formann stjórnar að höfðu samráði við aðra tilnefningaraðila.

„Það er afar mikilvægt hlúa að útflutningsgreinunum, þær eru undirstaða hagvaxtar, og skapa ný og fjölbreyttari störf. Íslandsstofa gegnir mikilvægu hlutverki við að örva eftirspurn eftir íslenskri vöru og þjónustu og laða að erlendar fjárfestingar. Ég legg áherslu á að Íslandsstofa sé öflugur samstarfsvettvangur atvinnulífs og stjórnvalda og hafi jafnframt skýra sýn til framtíðar,“ segir Lilja Alfreðsdóttir.

Formaður stjórnar Íslandsstofu er Sigsteinn Páll Grétarsson, framkvæmdastjóri Arctic Green Energy Corporation.Aðrir í stjórn eru:Anna Guðmundsdóttir, fjármálastjóri Gjögur hf., Baldvin Jónsson ráðgjafi, Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair, Hrannar Pétursson, aðstoðarmaður utanríkisráðherra, Inga Birna Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri Kosmos & Kaos, og Vilborg Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Mentor.

Áheyrnarfulltrúi utanríkisráðuneytisins er Júlíus Hafstein.

Í varastjórn eru:Ásta Magnúsdóttir, ráðuneytisstjóri mennta- og menningarmálaráðuneytisins, Erla Ósk Pétursdóttir, gæða- og þróunarstjóri hjá Vísi hf., Eyjólfur Árni Rafnsson, forstjóri Mannvits, Ingibjörg Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Radisson BLU Hótels Sögu, Ingibjörg Guðrún Guðjónsdóttir, Íslenskum fjallaleiðsögumönnum, Ríkharður Ibsen, framkvæmdastjóri Bláa demantsins og Unnur Orradóttir Ramette, skrifstofustjóri viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta