Hoppa yfir valmynd
20. október 2016 Heilbrigðisráðuneytið

Útskrift átján nýrra sérfræðinga í heimilslækningum

Sextán af nýju sérfræðingunum og umsjónarmenn sérnámsins- :/Mynd HH - mynd

Formleg útskrift 18 sérfræðinga í heimilislækningum fór fram á þingi Félags íslenskra heimilislækna 6. október síðastliðinn. Aldrei hafa jafn margir heimilislæknar útskrifast í einu. Nú eru 46 læknar í sérnámi í heimilislækningum hér á landi en námið tekur fimm ár.

Unnið hefur verið að því að fjölga námsstöðum í heimilislækningum og heilsugæsluhjúkrun á síðustu árum. Framlög til heilsugæslunnar voru aukin á fjárlögum á þessu ári og því síðasta í þessu skyni.

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra segir ánægjulegt að sjá hvernig sú stefna sem unnið hefur verið eftir til að efla heilsugæsluna skili árangri: „Þessi fjöldi útskrifta er eitt merki þess og eitt af mörgum skrefum sem færir heilsugæsluna nær því að verða sú grunnstoð í heilbrigðiskerfinu sem henni er ætlað að vera og fyrsti viðkomustaður sjúklinga þegar þeir þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda.“

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta