Hoppa yfir valmynd
21. október 2016 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Burt með launamuninn!

Þörf er á samstilltum aðgerðum stjórnvalda og samtaka aðila vinnumarkaðarins til að draga úr kynbundnu náms- og starfsvali. Um þetta er meðal annars fjallað í meðfylgjandi tillögum að framtíðarstefnu um launajafnrétti sem verður kynnt á morgunverðarfundi mánudaginn 24. október.

Aðgerðahópur stjórnvalda og samtaka aðila vinnumarkaðarins um launajafnrétti hefur skilað félags- og húsnæðismálaráðherra ítarlegum tillögum að framtíðarstefnu stjórnvalda um jafnlaunamál og jafnrétti á vinnumarkaði. Tillögurnar verða kynntar á á morgunverðarfundi á Reykjavík Hilton Nordica, mánudaginn 24. október.

Í tillögum aðgerðahópsins er einnig lögð áhersla á að fyrirtæki og stofnanir reki virka fjölskyldustefnu, að unnið verði að því að brúa bil milli fæðingarorlofs og leikskólavistar barna auk áherslu á reglubundnar rannsóknir á launamun karla og kvenna sem nái til vinnumarkaðarins í heild.

Samhliða kynningu á tillögum aðgerðahópsins mun Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, opna vefsíðu jafnlaunastaðalsins og kynna nýtt jafnlaunamerki. Á fundinum verður jafnframt sagt frá tilraunaverkefni um innleiðingu jafnlaunastaðalsins og forystufólk atvinnulífsins tekur þátt í pallborðsumræðum um hvernig hrinda megi tillögum um framtíðarstefnu í jafnlaunamálum í framkvæmd.  

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta