Næsti föstudagur helgaður fræðslu ummannréttindi barna
Næstkomandi föstudagur, 18. nóvember, verður helgaður fræðslu um mannréttindi barna í grunnskólum og framhaldsskólum landsins. Tilgangurinn er að minna á barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna en sáttmálinn var undirritaður á allsherjarþingi SÞ 20. nóvember árið 1989.
Innanríkisráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra og framkvæmdastjóri Barnaheilla sendu skólastjórnendum grunn- og framhaldsskóla bréf í síðasta mánuði og óskuðu eftir að fjallað yrði þennan dag um mannréttindi barna og mikilvægi þess að börn og fullorðnir þekki barnasáttmálann. Í framhaldi af þessu bréfi hafa skólum nú verið sendar frekari upplýsingar og hugmyndir að viðfangsefnum og verkefnum sem hægt yrði að vinna að í tilefni dagsins.
Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa tekið að sér framkvæmdina og má finna margs konar upplýsingar á sérstöku vefsvæði Barnaheilla:
Sjá einnig upplýsingar um barnasáttmálann: