Hoppa yfir valmynd
15. nóvember 2016 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Jafnrétti kynja: Ísland í fyrsta sæti í átta ár

Global-Gender-Gap-Report
Global-Gender-Gap-Report

Alþjóðaefnahagsráðið hefur gefið úr hina árlegu Global Gender Gap Report þar sem sýnt er fram á árangur 114 landa í jafnréttismálum. Samkvæmt skýrslunni er Ísland í efsta sæti eins og síðustu 7 ár þegar kemur að árangri í jafnréttismálum. Þegar horft er til þeirra þátta sem mæla árangur landa kemur í ljós að Ísland er í fyrsta sæti þegar kemur að forystu kvenna á sviði stjórnmálanna og aðgengi að menntun. Ísland er í hópi tíu efstu landanna þegar litið er til atvinnuþátttöku og tækifæra á vinnumarkaði og í 11. sæti þegar litið er til kynbundins launamisréttis.

Samkvæmt skýrslunni hefur Íslendingum tekist að loka kynjabilinu sem nemur 87% og er því 13% mismunur eftir óbrúaður. Haldi þróun í jafnréttismálum áfram með sama hætti og verið hefur getur stúlkubarn sem fæðist í dag vænst þess að jafnrétti kynjanna verði að fullu náð við 83.ja ára aldur.

Norðurlandaþjóðirnar raða sér í efstu sæti listans, að Dönum undanskildum, en athygli vekur að Afríkuríkið Rúanda er í fimmta sæti. Jemen, Pakistan og Sýrland eru í neðstu sætum listans.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta