Hoppa yfir valmynd
21. nóvember 2016 Utanríkisráðuneytið

Formaður hermálanefndar NATO á Íslandi

Stefán Haukur og Petr Pavel - mynd

Formaður hermálanefndar Atlantshafsbandalagsins, Petr Pavel hershöfðingi, heimsækir í dag Ísland. Hann átti í morgun fund með Stefáni Hauki Jóhannessyni ráðuneytisstjóra utanríkisráðuneytisins, auk þess sem hann hitti aðra embættismenn ráðuneytisins, forstjóra Landhelgisgæslunnar og starfsmenn hennar. 

Á fundunum var rætt um stöðu alþjóðlegra öryggismála og þau verkefni sem Atlantshafsbandalagið glímir við í ljósi breyttra aðstæðna í öryggismálum Evrópu. Rædd voru störf, stuðningur og framlög Íslands á vettvangi bandalagsins, m.a. til samstöðuaðgerða, í Afganistan, á vettvangi bandalagsins sjálfs og á Íslandi, þ.m.t. rekstur íslenska loftvarnarkerfisins. 

Formaður hermálanefndar hélt einnig hádegisfyrirlestur í Norræna húsinu í boði Varðbergs, þar sem hann fjallaði um nýjar áskoranir í Norður-Evrópu.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta