Ný reglugerð um gæði eldsneytis
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur gefið út reglugerð um gæði eldsneytis, sem felur í sér breytingar á reglum um fljótandi eldsneyti.
Markmið reglugerðarinnar er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í tengslum við eldsneyti eða orku sem afhent er hér á landi og hugsanlegum skaðlegum áhrifum eldsneytis á heilsu fólks og umhverfi.
Í reglugerðinni eru gerðar ákveðnar kröfur til bensíns og dísileldsneytis sem er markaðssett hérlendis. Einnig kveður reglugerðin á um skyldu birgja til að skila inn skýrslum um styrk gróðurhúsalofttegunda úr eldsneyti og orku sem afhent hefur verið hér á landi og að draga í áföngum úr losun gróðurhúsalofttegunda úr eldsneyti og orku, um allt að 10% fram til 2020.
Með reglugerðinni eru innleidd ákvæði tilskipunar Evrópusambandsins um gæði bensíns og dísileldsneytis. Reglugerðin kemur í stað reglugerðar nr. 560/2007 um fljótandi eldsneyti.
Reglugerð nr 960/2016 um gæði eldsneytis
Efni þessarar fréttar tengist Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðnna um sjálfbæra þróun, markmiðum númer 7 um sjálfbæra orku og 12 um ábyrga neyslu.