Hoppa yfir valmynd
19. desember 2016 Utanríkisráðuneytið

Íslendingar í Berlín láti aðstandendur vita af sér

Mannskæð hryðjuverkaárás var gerð á jólamarkað í Berlín fyrr í kvöld. Hvetur utanríkisráðuneytið alla Íslendinga í Berlín sem ekki hafa látið aðstandendur vita af sér að gera það hið fyrsta en fjölmargir Íslendingar eru búsettir í borginni, auk þess sem margir ferðamenn eru þar að jafnaði. Þá hvetur ráðuneytið Íslendinga í Berlín til að nýta sér samfélagsmiðla til að láta vini og ættingja vita að þeir séu óhultir. Borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins hafa ekki borist neinar upplýsingar sem gefa til kynna að Íslendingar hafi orðið fyrir árásinni í kvöld.

Borgaraþjónustan er í beinu sambandi við neyðarteymi þýsku stjórnsýslunnar, sem sett er á fót við atburði sem þessa, og tekur saman upplýsingar um fórnarlömb árásarinnar. Utanríkisráðuneytið hvetur alla Íslendinga sem eru á svæðinu að fylgjast vel með tilmælum yfirvalda á staðnum. Sem stendur er fólk beðið um að vera ekki að vera á ferli að óþörfu og halda sig á öruggum stöðum.

Ef aðstandendur á Íslandi hafa áhyggjur af fólki sem vitað er að er á svæðinu og ná ekki sambandi við það, eru þeir hvattir til að hafa samband við borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins í síma 5459900.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta