Hoppa yfir valmynd
1. febrúar 2017 Utanríkisráðuneytið

Um landgöngu íslenskra ríkisborgara í Bandaríkjunum

Vegna ítrekaðra fyrirspurna um landgöngu í Bandaríkjunum vill utanríkisráðuneytið koma eftirfarandi upplýsingum á framfæri: 

Í kjölfar tilskipunar Bandaríkjaforseta 27. janúar sl. um að bann við komu ríkisborgara frá Íran, Írak, Jemen, Líbýu, Sómalíu, Súdan og Sýrlandi til Bandaríkjanna næstu 90 daga, leitaði ráðuneytið til bandarískra yfirvalda til fá úr því skorið hvaða reglur giltu um för íslenskra ríkisborgara með annað ríkisfang í ríkjunum sjö. 

Bandarísk yfirvöld hafa nú staðfest að sæki íslenskur ríkisborgari um vegabréfsáritun á grundvelli íslensks vegabréfs, þótt hann sé jafnframt ríkisborgari í einhverju þeirra ríkja sem tilskipunin varðar, sé unnt að gefa út vegabréfsáritun, uppfylli umsækjandi að öðru leyti skilyrði til þess.

Þá upplýstu þau jafnframt að vegabréfsáritanir sem gefnar voru út fyrir gildistöku tilskipunarinnar, myndu halda gildi sínu.

Frekari upplýsingar um vegabréfsáritanir til Bandaríkjanna veitir sendiráð Bandaríkjanna á Íslandi

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta