Hoppa yfir valmynd
3. febrúar 2017 Utanríkisráðuneytið

Ræddu öryggismál á norðanverðu Atlantshafi

Guðlaugur Þór tekur á móti Mercier. - mynd

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Denis Mercier, yfirhershöfðingi hjá Atlantshafsbandalaginu, ræddu öryggismál á norðanverðu Atlantshafi og málefni Atlantshafsbandalagsins á fundi sínum í Reykjavík síðdegis í gær. Einnig voru til umræðu þróun öryggismála í Evrópu, samskiptin vestur um haf og fyrirhugaður fundur varnarmálaráðherra bandalagsins um miðjan mánuðinn.

„Atlantshafsbandalagið er meðal hornsteina í okkar utanríkis- og varnarmálastefnu. Íslensk stjórnvöld hafa aukið framlög og borgaralega þátttöku í störfum bandalagsins sem er mikils metið af hálfu forsvarsmanna þess. Við munum halda áfram á þeirri braut," segir Guðlaugur Þór.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta