Hoppa yfir valmynd
7. febrúar 2017 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Skýrsla um vistun barna á Kópavogshæli 1952-1993 afhent dómsmálaráðherra

Svonefnd vistheimilanefnd, sem skipuð var til að kanna starfsemi vist- og meðferðaheimila fyrir börn, skilaði í dag dómsmálaráðherra skýrslu sinni og fjallar hún um vistun barna á Kópavogshæli árin 1952-1993. Áður hafði nefndin skilað skýrslum um Unglingaheimili ríkisins, Upptökuheimili ríkisins, meðferðarheimilin í Smáratúni og á Torfastöðum, um Heyrnleyingjaskólann, vistheimilin Kumbaravog, Reykjahlíð og Silungapoll, skólaheimilið Bjarg, Breiðavíkurheimilið og heimavistarskólann að Jaðri.

Nefndin var skipuð af forsætisráðherra á grundvelli laga nr. 26/2007 (vistheimilanefnd) til að kanna starfsemi vist- og meðferðarheimila fyrir börn og mæla lögin einnig fyrir um greiðslu sanngirnisbóta úr ríkissjóði til þeirra sem urðu fyrir varanlegum skaða af illri meðferð eða ofbeldi á heimilum sem falla undir lögin.

Skýrslan um vistun barna á Kópavogshæli skiptist í 8 kafla auk fylgiskjala og er þar lýst starfsemi stofnunarinnar, tildrögum þess að börn voru vistuð þar, opinberu eftirliti með starfseminni og leitast við að varpa ljósi á hvort börn hafi þar sætt illri meðferð eða ofbeldi. Þá eru settar fram tillögur til úrbóta.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta