Hoppa yfir valmynd
16. febrúar 2017 Utanríkisráðuneytið

Varnarsamstarf Íslands og Noregs á traustum grunni

Ine Eriksen Søreide og Guðlaugur Þór. - mynd

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, fundaði í morgun með Ine Eriksen Søreide, varnarmálaráðherra Noregs, í tengslum við varnarmálaráðherrafund Atlantshafsbandalagsins. Ráðherrarnir ræddu um tvíhliða varnarsamstarf landanna og þróun öryggismála í Evrópu og á norðanverðu Atlantshafi. Ísland og Noregur hafa lagt ríka áherslu á að fylgst sé með þróun mála á Norður-Atlantshafi og að Atlantshafsbandalagið búi yfir getu til eftirlits og aðgerða á krefjandi hafsvæðum.

„Noregur er okkur mjög mikilvægur bandamaður og við vorum sammála um að samstarf ríkjanna í öryggis- og varnarmálum stæði á traustum grunni en það sé jafnframt þörf á því að dýpka það enn frekar,“ segir Guðlaugur Þór. Ráðherrarnir ræddu einnig samskiptin vestur um haf með tilliti til sameiginlegra varnarhagsmuna og um  aukinn varnarviðbúnað NATO í Evrópu.Þá þakkaði utanríkisráðherra norska varnarmálaráðherranum fyrir virka þátttöku í loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins á Íslandi og margvíslegan stuðning í gegnum tíðina. 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta