Hoppa yfir valmynd
21. febrúar 2017 Utanríkisráðuneytið

Endurnýja samstarfsyfirlýsingu við Rauða krossinn

Guðlaugur Þór og Sveinn Kristinsson

Utanríkisráðuneytið og Rauði krossinn á Íslandi hafa endurnýjað samstarfsyfirlýsingu um reglubundið framlag utanríkisráðuneytisins við starf Alþjóðaráðs Rauða krossins, svo og um gagnkvæma upplýsingagjöf og samstarf um mannúðarmál. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Sveinn Kristinsson, formaður Rauða krossins, undirrituðu yfirlýsinguna í dag í húsakynnum RKÍ.

„Samstarf okkar við Rauða krossinn á Íslandi hefur reynst afskaplega vel og þessi yfirlýsing rammar ekki aðeins inn hefðbundin framlög okkar til Alþjóðaráðs Rauða krossins, heldur kveður einnig á um ákveðið faglegt samtal okkar í milli. Það leikur enginn vafi á að skoðanaskipti og samstarf við Rauða krossinn hefur brýnt okkur í málsvörninni á alþjóðavettvangi fyrir virðingu fyrir mannúðarlögum,“ segir Guðlaugur Þór.

Samstarfsyfirlýsingin gildir út árið 2019. Hún kveður m.a. á um gerð rammasamnings um framlög stjórnvalda til alþjóðlegrar mannúðaraðstoðar á vegum Rauða krossins, aðstoðar við flóttafólk og hælisleitendur.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta