Hoppa yfir valmynd
28. febrúar 2017 Utanríkisráðuneytið

Mikilvægt að EFTA-ríkin vinni náið saman í tengslum við Brexit

Guðlaugur Þór og Didier Burkhalter - mynd

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra fundaði með utanríkisráðherrum Sviss og Liechtenstein, Didier Burkhalter og Aureliu Frick, í gær til að ræða samstarf ríkjanna  í tengslum við komandi samningaviðræður við Breta vegna útgöngu þeirra úr ESB. Voru ráðherrarnir sammála um að mikilvægt væri að EFTA-ríkin, Sviss, Ísland, Liechtenstein og Noregur, ynnu náið saman í þessu sameiginlega hagsmunamáli. Þá ræddu þau fríverslunarsamstarfið innan EFTA þar sem Guðlaugur Þór lagði áherslu á að leita nýrra samninga en einnig að þróa og uppfæra gildandi samninga. 

Utanríkisráðherra, sem staddur er í Genf þar sem hann ávarpaði Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna í gær, hefur nýtt tímann til að funda með ráðherrum og forystufólki mannúðarsamtaka. Guðlaugur Þór ræddi við Erin Barclay, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, og lagði þar áherslu á að Bandaríkin sinntu áfram forystuhlutverki á vettvangi alþjóðastofnana, s.s. hjá Sameinuðu þjóðunum, en Barclay fer fyrir þeim málaflokki í bandaríska utanríkisráðuneytinu. Þau ræddu einning ýmis önnur mál, m.a. stöðuna í Úkraínu og samskipti Íslands og Bandaríkjanna.  Einnig fundaði Guðlaugur með Riyad al-Maliki, utanríkisráðherra Palestínu, um stöðuna fyrir botni Miðjarðarhafs, og Linas Linkevicius, utanríkisráðherra Litháens, m.a. um málefni Eystrasaltsráðsins, sem Ísland fer nú fyrir. 

Í morgun átti utanríkisráðherra svo fund með Rudolf Muller, framkvæmdastjóra UN OCHA, Samræmingarskrifstofu aðgerða SÞ í mannúðarmálum, í Genf og skrifuðu þeir á fundinum undir samkomulag um framlög Íslands til stofnunarinnar næstu þrjú árin. 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta