Hoppa yfir valmynd
8. mars 2017 Utanríkisráðuneytið

Guðlaugur Þór ávarpar öryggisráðstefnu Atlantshafsbandalagsins

Guðlaugur Þór og Gottemoeller
Guðlaugur Þór og Gottemoeller

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, gerði í morgun stöðu Íslands innan Atlantshafsbandalagsins og öryggismál á norðanverðu Atlantshafi að umtalsefni í ávarpi á öryggismálaráðstefnu, sem haldin er á Grand Hotel í Reykjavík á vegum Atlantshafsbandalagsins. Einnig fjallaði ráðherra um aukin framlög Íslands til öryggis- og varnarmála, en ráðstefnuna sækja um 150 manns frá aðildarríkjum Atlantshafsbandalagsins og stofnunum þess. Meðal ræðumanna var Rose Gottemoeller, varaframkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, sem einnig átti tvíhliða fund með Guðlaugi Þór.

"Það er mikilvægt að fulltrúar frá aðildarríkjum bandalagsins komi hingað til lands og kynnist aðstæðum, meðal annars á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli, og því mikilvæga framlagi sem Ísland innir af hendi í nafni sameiginlegra varna Atlantshafsbandalagsins. " segir Guðlaugur Þór.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta