Styrkir til reksturs félagasamtaka á sviði umhverfismála
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur úthlutað rekstrarstyrkjum til frjálsra félagasamtaka.
Rekstrarstyrkirnir eru veittir félagasamtökum sem starfa á málasviði ráðuneytisins. Í ár numu umsóknir tæpum 59 milljónum króna en til úthlutunar voru tæpar 13 milljónir.
Eftirfarandi félagasamtök hlutu rekstrarstyrki fyrir árið 2017:
Styrkþegi | Styrkfjárhæð |
Fjöregg Mývatnssveit | 250.000 |
Framtíðarlandið | 500.000 |
Fuglaverndarfélag Íslands | 1.600.000 |
Garðyrkjufélag Íslands | 1.000.000 |
Gróður fyrir fólk í Landnámi Ingólfs | 1.400.000 |
Landvernd | 5.100.000 |
LÍSA | 250.000 |
Náttúruverndarsamtök Íslands | 2.300.000 |
Náttúruverndarsamtök Suðurlands | 250.000 |
Skógræktarfélag Garðabæjar | 200.000 |
Vistbyggðarráð | 100.000 |
12.950.000 |