Hoppa yfir valmynd
16. mars 2017 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Ísland og HeForShe kynntu verkfærakistu sem virkjar karla í jafnréttisbaráttunni á kvennanefndarfundi SÞ

Þorsteinn Víglundsson og Elizabeth Nyamayaro - mynd

Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra tók í dag þátt í vel sóttum viðburði þar sem íslensk stjórnvöld og landsnefnd UN Women á Íslandi kynntu verkfærakistu sem ætluð er hverjum þeim sem vill hvetja karlmenn til að láta til sín taka í baráttunni fyrir kynjajafnrétti. Mikill áhugi var á kynningunni og þurftu margrir frá að hverfa. Ríkisstjórnir og fjölmörg karlasamtök vinna í auknum mæli að því markmiði að kynna gagnsemi aukins kynjajafnréttis fyrir drengjum og körlum.  

Þorsteinn Víglundsson lagði í ávarpi sínu áherslu á að verkfærakistan skapaði vettvang fyrir karla til að fræðast um alvarlegar afleiðingar kynjamisréttis fyrir samfélagið allt. Sagði hann að verkfærakistan leiðbeindi um hvernig drengir og karlar gætu lagt sitt af mörkum til að styðja við hið mikilvæga starf sem nú þegar er unnið innan málaflokksins.  

Barbershop verkefnið fjallar ekki síst um breytt hlutverk karla og hvernig þátttaka þeirra eykur lífsgæði allra. Samkvæmt árlegri skýrslu World Economic Forum um stöðu og þróun Barbershop 16. mars 2017jafnréttismála er talið, að öllu óbreyttu, að kynjajafnrétti verði ekki náð fyrr en eftir 117 ár. Með virkri þátttöku stráka og karlmanna er talið að þróunin verði helmingi hraðari.  

Verkfærakistan var þróuð af landsnefnd UN Women á Íslandi í samstarfi við utanríkisráðuneytið og afhent HeForShe, alþjóðlegu verkefni UN Women sem vinnur að aukinni þátttöku karla í allri umræðu og baráttu fyrir auknu jafnrétti kynjanna. Barbershop verkfærakistan er aðgengileg á heimasíðu HeForShe og veitir nákvæmar leiðbeiningar um framkvæmd ólíkra viðburða sem allir hafa það sameiginlega markmið að auka þátttöku karla. Þannig á verkfærakistan að gera ólikum aðilum kleift að virkja karla í sínu nærumhverfi.  

Elizabeth Nyamayaro, sem leiðir HeForShe verkefnið á alþjóðavísu, þakkaði Íslandi fyrir stuðninginn við hreyfinguna og sagði verkfærakistuna vera mikilvægt framlag Íslands í viðleitni margra í að auka þátttöku karla á sviði jafnréttismála.  

Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, afhenti Phumzile Mlambo-Ngcuka, framkvæmdastýru UN Women, verkfærakistuna formlega á alþjóðlegum baráttudegi kvenna þann 8. mars síðastliðinn.  

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta