Dagur umhverfisins er í dag
Sveinn var annálaður fræðimaður, rithöfundur, læknir og ferðagarpur sem var frumkvöðull í rannsóknum á náttúru landsins og þá sérstaklega jöklunum. Vegna þessa hefur hann stundum verið nefndur fyrsti íslenski náttúrufræðingurinn.
Deginum hefur frá upphafi verið fagnað með fjölbreyttum hætti í skólum, stofnunum, hjá félagasamtökum og sveitarfélögum auk þess sem umhverfis- og auðlindaráðherra efnir til hátíðarsamkomu þar sem afhentar eru viðurkenningar fyrir framlög til umhverfismála. Kuðungurinn er þannig árlega veittur fyrirtæki sem hefur skarað fram úr í umhverfismálum og Varðliðar umhverfisins er viðurkenning sem veitt er grunnskólabörnum fyrir verkefni á sviði umhverfismála.
Vegna fundar umhverfisráðherra Evrópu sem nú stendur yfir á Möltu verður hátíðarathöfn umhverfis- og auðlindaráðherra og afhending viðurkenninganna næstkomandi föstudag.
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar landsmönnum öllum innilega til hamingju með daginn.