Óskað eftir skapandi verkefnum fyrir ímynd Norðurlandanna
Norræna ráðherranefndin kallar eftir hugmyndum að skapandi verkefnum sem geta stutt við sameiginlega ímynd Norðurlandanna og vakið athygli umheimsins. Leitað er eftir verkefnum sem falla að stefnu um alþjóðlega mörkun Norðurlandanna og endurspegla norræn gildi líkt og traust, jöfnuð, mannréttindi og sköpunarkraft.
Umsóknarfrestur er til 21. maí – sjá nánar á vef verkefnisins og á vef Norrænu ráðherranefndarinnar
Hægt er að fylgjast með Nordic Traces verkefninu á Facebook og Twitter