Hoppa yfir valmynd
11. maí 2017 Heilbrigðisráðuneytið

Lyfjastofnun færði velferðarráðuneytinu lyfjaskáp

Lyfjastofnun færði velferðarráðuneytinu lyfjaskáp - myndvelferðarráðuneyti
Velferðarráðuneytið fékk á dögunum lyfjaskáp að gjöf frá Lyfjastofnun. Gjöfin tengist átaki Lyfjastofnunar; Lyfjaskil – taktu til! sem velferðarráðuneytið styrkti sem eitt af gæðaverkefnum á sviði heilbrigðisþjónustu. Verkefnið miðar að því að auka öryggi við geymslu lyfja á íslenskum heimilum og efla skil á lyfjum, sem ekki er not fyrir, til eyðingar í apótek.

Einar Magnússon lyfjamálastjóri og Margrét Björnsdóttir skrifstofustjóri á skrifstofu gæða og forvarna í velferðarráðuneytinu veittu skápnum viðtöku þegar Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar og Jana Rós Reynisdóttir, deildarstjóri upplýsingadeildar og verkefnastjóri átaksins; Lyfjaskil - taktu til! komu færandi hendi.

Læstir lyfjaskápar eru nauðsynlegir til að tryggja örugga geymslu lyfja og ættu að vera til jafnt á heimilum fólks og vinnustöðum.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta