Hoppa yfir valmynd
12. maí 2017 Dómsmálaráðuneytið, Innviðaráðuneytið

Forstöðumannafundur með dómsmálaráðherra

Frá forstöðiumannafundi dómsmálaráðunytis og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis. - mynd

Haldinn var í dag forstöðumannafundur dómsmálaráðuneytis og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis með ráðherrunum. Er þetta fyrsti forstöðumannafundurinn eftir uppskiptingu innanríkisráðuuneytisins og ákveðið að hafa hann sameiginlegan.

Ragnhildur Hjaltadóttir ráðuneytisstjóri setti fundinn og sagði þetta tímamótafund. Hann væri í senn síðasti sameiginlegi fundur þessara stofnana og fyrsti fundur nýrra ráðuneyta með forstöðumönnum. Hún sagði margt hafa áunnist á starfstíma innanríkisráðuneytis, m.a. breytingar á skipan stofnana með sameiningu samgöngustofnana, lögregluembætta og sýslumannsembætta, stofnun héraðssaksóknara og hins væntanlega millidómsstigs, Landsréttar. Ráðuneytisstjórinn sagði uppskiptingu ráðuneytisins gefa tækifæri til nýrrar hugsunar og nýrrar nálgunar. Stjórnarráðið og stjórnsýslan væru í eðli sínu vettvangur breytinga: Í fyrsta lagi með nýjum ríkisstjórnum og forgangsröðun þeirra, í öðru lagi með sífelldum breytingum í þjóðfélaginu og í þriðja lagi vegna nýrra laga. Hún sagði opinberar stofnanir vera hluta af þessu umhverfi og því væri mikilvægt að forstöðumenn tækju breytingum á ráðuneytum og stofnun sem tækifæri til að þróa stjórnsýsluna, bæta stefnumótun, gæðamál og opinbera þjónustu.

Eftir ávarp ráðuneytisstjóra fóru skrifstofustjórarnir Ingilín Kristmannsdóttir og Pétur U. Fenger yfir fjármálaáætlun 2018 til 2022.

Inglín og Pétur greindu frá fjármálaætlun er varðar málasvið ráðuneytanna en undir dómsmálaráðuneytið falla dómstílar, almanna- og réttaröryggi og réttindi einstaklinga og trúmál. Málasvið samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins eru samgöngur, fjarskipti, sveitarfélög og byggðamál og hagskýrslugerð, grunnskrár og upplýsingamál. Lýstu þau fyrirhugaðri þróun fjárveitinga á málefnasviðin til ársins 2022 og fóru yfir styrkleik og veikleika á hverju einstöku málasviði. Næstu skref eru þau að Alþingi afgreiðir fjármálaáætlunina fyrir lok þings og á henni munu ráðuneytin síðan undirbúa skiptingu fjárveitinga á málefnasviðin sem mynda mun grunn að fjárlagafrumvarpi sem lagt yrði fram í byrjun september.

Þá fluttu ávörp þau Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra og Jón Gunnarsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Fjölluðu þau um þessar breytingar sem standa yfir á fjárlagaundirbúningi með nýjum lögum um opinber fjármál og það gæti tekið tíma að koma hinum nýju vinnubrögðum á að fullu. Bentu þau á að í fjármálaáætlun væru sett fram áform um fjárveitingar innan málasviða og fjárlög hvers árs mörkuðu síðan nánari ákvörðun fjárveitinga.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta