Hoppa yfir valmynd
19. maí 2017 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Ísland leiðandi ríki í sérfræðihópi OECD um kynjaða fjárlagagerð

Stofnfundur sérfræðihóps Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, um kynjaða fjárlagagerð var haldinn í Reykjavík 18. og 19 maí sl. Að frumkvæði OECD var fundurinn haldinn á Íslandi vegna stöðu landsins sem leiðandi ríkis í jafnréttismálum.

Fulltrúar OECD hafa fundið fyrir aukinni þörf aðildarríkja á leiðarljósi og aðhaldi við innleiðingu á þessu stjórntæki.

Fundurinn var haldinn samhliða fundi OECD og þriggja ráðuneyta um umbætur á sviði stjórnsýslu jafnréttismála. Það hefur þótt vera styrkleiki íslenskrar stjórnsýslu að unnið er að kynjaðri áætlanagerð á ólíkum stöðum innan hins opinbera og koma því fleiri innlendir aðilar að borðinu.

Hér á landi hefur verið unnið að kynjaðri fjárlagagerð síðan 2009.  

Frétt um stofnfund sérfræðihóps OECD um kynjaða fjárlagagerð

Ávarp Benedikts Jóhannessonar fjármála- og efnahagsráðherra á stofnfundinum

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta