Hoppa yfir valmynd
23. maí 2017 Utanríkisráðuneytið

Allir þurfa að leggjast á árarnar og ræða jafnrétti

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra flytur opnunarávarp á Rakarastofuráðstefnu í Norræna húsinu - mynd

Rakarastofuráðstefna um jafnrétti og kynbundið ofbeldi stendur yfir í Norræna húsinu í dag og sagði Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra í opnunarávarpi sínu að að jafnrétti væri allra hagur. „Þannig gerði feðraorlofið körlum kleift að taka virkari þátt í uppeldi barna sinna. Karlmenn eru oft ragir við að ræða jafnréttismál en allir þurfa að leggjast á árarnar," segir Guðlaugur Þór.

Rakarastofuráðstefnan er sú fyrsta sem haldin er á Íslandi en áður hefur utanríkisráðuneytið staðið fyrir slíkum ráðstefnum og viðburðum hjá Sameinuðu þjóðunum í New York, Atlantshafsbandalaginu í Brussel, alþjóðastofnunum í Genf og hjá Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu í Vín. Hugmyndin að baki rakarastofunum er að gefa körlum tækifæri á að taka virkan þátt í jafnréttisumræðunni og leggja sitt af mörkum til að jafnrétti verði náð á heimsvísu.

Ráðstefnan er skipulögð af formennsku Íslands í Eystrasaltsráðinu í samstarfi við Norrænu ráðherranefndina í því augnamiði að bæta samfélagsleg viðhorf til karla og kvenna og skoða hvernig hver og einn getur lagt sitt af mörkum til að útrýma kynbundnu ofbeldi, þ.m.t. kynlífsmansali.

Þátttakendur á ráðstefnunni eru norrænir sérfræðingar í mansali og jafnréttismálum, fulltrúar lögreglunnar og Stígamóta, fulltrúar frá UN Women á Íslandi og druslugöngunnar.

Opnunarávarp

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

Heimsmarkmið - mynd

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta