Breyting á reglugerðum um hollusthætti á sund- og baðstöðum og um baðstaði í náttúrunni
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að breytingu á reglugerð um hollustuhætti á sund- og baðstöðum og breytingu á reglugerð um baðstaði í náttúrunni.
Breytingar á reglugerð um hollustuhætti á sund- og baðstöðum varða m.a. kröfur sem gerðar eru til kaldra kerja og flokkun lauga. Breytingar á reglugerð um baðstaði í náttúrunni varða fyrst og fremst skilgreiningar, sótthreinsun á baðstöðum og sýnatöku.
Frestur til að skila umsögnum um reglugerðardrögin er til 11. júní nk. og má senda þær á netfangið [email protected] eða í bréfpósti, á umhverfis- og auðlindaráðuneytið, Skuggasundi 1, 101 Reykjavík.
Drög að reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 460/2015, um baðstaði í náttúrunni (word-skjal)
Drög að reglugerð um (4.) breytingu á reglugerð nr. 814/2010, um hollustuhætti á sund- og baðstöðum (word-skjal)