Nýtt Jafnréttisráð skipað
Ráðherra átti fund með Magnúsi Geir og Tinnu í kjölfar skipunar ráðsins þar sem þau ræddu um verkefnin framundan. Ráðherra gerði að umtalsefni hvað mikilvægi Jafnréttisráðs eykst stöðugt og ræddi um að aukin áhersla á jafnréttismál í velferðarráðuneytinu kalli á mikla virkni ráðsins á næstu misserum: „Ég er mjög þakklátur því frábæra fólki sem hefur tekið að sér að leiða starf ráðsins á þessu kjörtímabili og spenntur fyrir samstarfinu framundan“ segir Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttisráðherra.
Félags- og jafnréttismálaráðherra skal í kjölfar alþingiskosninga skipa ellefu manna Jafnréttisráð samkvæmt 8. gr. laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, nr. 10/2008. Ráðið skal starfa í nánum tengslum við Jafnréttisstofu og vera ráðherra og framkvæmdastjóra Jafnréttisráðs til ráðgjafar við stefnumótun í málum sem tengjast jafnrétti kynjanna. Sérstök áhersla skal lögð á að jafna stöðu kynjanna á vinnumarkaði og samþættingu fjölskyldu- og atvinnulífs. Þá skal Jafnréttisráð undirbúa jafnréttisþing í samráði við ráðherra og leggja fyrir það skýrslu um störf sín. Jafnréttisþing skal boða innan árs frá alþinigskosningum og aftur að tveimur árum liðnum.
Jafnréttisráð er svo skipað:
Aðalmenn
- Magnús Geir Þórðarson, skipaður án tilnefningar, formaður
- Maríanna Traustadóttir, tiln. af Alþýðusambandi Íslands, Bandalagi háskólamanna og Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja
- Þórunn Sveinbjarnardóttir, tiln. af Alþýðusambandi Íslands, Bandalagi háskólamanna og Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja
- Pétur Reimarsson, tiln. af fjármálaráðuneyti og Samtökum atvinnulífsins
- Einar Mar Þórðarson, tiln. af fjármálaráðuneyti og Samtökum atvinnulífsins
- Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, tiln. af Samtökum um kvennaathvarf og Stígamótum
- Kristín I. Pálsdóttir, tiln. af Rannsóknastofu í kvenna- og kynjafræðum
- Hróðmar Dofri Hermannsson, tiln. af Félagi um foreldrajafnrétti
- Anna Guðrún Björnsdóttir, tiln. af Sambandi íslenskra sveitarfélaga
- Guðrún Þórðardóttir, tiln. af Femínistafélagi Íslands, Kvenfélagasambandi Íslands og Kvenréttindafélagi Íslands
- Tatjana Latinovic, tiln. af Femínistafélagi Íslands, Kvenfélagasambandi Íslands og Kvenréttindafélagi Íslands
Varamenn
- Tinna Traustadóttir, án tilnefningar, varaformaður
- Jóhann R. Sigurðsson, tiln. af Alþýðusambandi Íslands, Bandalagi háskólamanna og Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja
- Hlöðver Sigurðsson, tiln. af Alþýðusambandi Íslands, Bandalagi háskólamanna og Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja
- Kristín Þóra Harðardóttir, tiln. af fjármálaráðuneyti og Samtökum atvinnulífsins
- Halldóra Friðjónsdóttir, tiln. af fjármálaráðuneyti og Samtökum atvinnulífsins
- Sigþrúður Guðmundsdóttir, tiln. af Samtökum um kvennaathvarf og Stígamótum
- Kristinn Schram, tiln. af Rannsóknastofu í kvenna- og kynjafræðum
- Guðný S. Bjarnadóttir, tiln. af Félagi um foreldrajafnrétti
- Bjarni Ómar Haraldsson, tiln. af Sambandi íslenskra sveitarfélaga
- Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir, tiln. af Femínistafélagi Íslands, Kvenfélagasambandi Íslands og Kvenréttindafélagi Íslands
- Una Hildardóttir, tiln. af Femínistafélagi Íslands, Kvenfélagasambandi Íslands og Kvenréttindafélagi Íslands